Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Frábær mæting á vinnustofur í Norðurþingi

Í gær voru haldnar tvær vinnustofur Í Norðurþingi vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar. Fyrri vinnustofan var haldin á Stéttinni á Húsavík og seinni á Kópaskeri og var góð mæting á báða staði. Það voru líflegar umræður um verkefni í þeim þremur flokkum sem fjallað verður um í nýrri Sóknaráætlun.

START UP STORMUR HEFST Í HAUST - Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.

Fyrsta vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar

Fyrsta vinnustofan vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra var haldin í Þingeyjarsveit í gær, skemmtilegar og líflegar umræður áttu sér stað og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir komuna.

Orkusjóður úthlutar tæpum 200 m.kr. til Norðurlands eystra

Þann 16. ágúst síðastliðinn voru styrkveitingar úr Orkusjóði 2024 kynntar. Í þetta skiptið voru veittar 1,342 milljónir króna til alls 53 verkefna. Þar af voru 13 verkefni sem koma til framkvæmda á Norðurlandi eystra fyrir samtals tæpar 200 milljónir króna, eða um 15% af heildarúthlutuninni.

Nýju íbúakannanagögnin komin í mælaborð Byggðastofnunar

Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því orðið verulega spennandi tæki til að vinna með.
Staðsetning viðburðarins á Norðurlandi eystra er í Svartárkoti, 645 Þingeyjarsveit

Fjölskylduviðburður og matarmarkaður - Beint frá býli

Sunnudaginn 18. ágúst opnar Svartárkotsbúið í Bárðardal býli sitt fyrir íbúum Norðurlands eystra og gestum, í tilefni af Beint frá býli deginum.

Vilt þú hafa áhrif ?

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 15 vinnustofur víðsvegar um landshlutan í ágúst og september. Þar gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu landshlutans og val á verkefnum næstu 5 árin. Árlega úthlutar SSNE um 130 milljónum til verkefna sem öll styðja við gildandi Sóknaráætlun. Við hefjum leika í Þingeyjarsveit 20. og 21. ágúst: 20. ágúst kl. 17:00-19:00 - Skjólbrekka 20. ágúst kl. 20:00-22:00 - Ýdalir 21. ágúst kl. 17:00-19:00 – Stórutjarnir Nauðsynlegt er að skrá sig hér: SSNE.is Allar nánari upplýsingar er hægt að finna hér: Sóknaráætlun | SSNE.is

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð

Þann 18. september nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum
Stjórn félagsins ásamt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra og Kristínu Helgu Schiöth, framkvæmdastjóra.

Matvælaráðherra opnar heimasíðu Líforkuvers ehf.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði í gær nýja heimasíðu Líforkuvers ehf.

Vinnuaðstaða í boði fyrir frumkvöðla á Akureyri

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu? AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ. Vinnuaðstaðan er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Sunnuhlíð 12, Akureyri, og er án endurgjalds og hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna. Tímabil sem auglýst er til úthlutunar eru sex mánuðir frá 1. september 2024 og til 28. febrúar 2025. Umsóknir um heil tímabil hafa að öðru jöfnu forgang en heimilt er að úthluta vinnuaðstöðu til skemmri tíma. Verklagsreglur um stuðninginn má finna hér. Við mat á umsóknum er m.a. tekið mið af eftirfarandi þáttum: Nýsköpunargildi verkefnis. Verkefnið sé í þróun, eiginleg starfsemi ekki hafin og að það sé ekki í samkeppni við starfsemi sem fyrir er á markaði. Verkefnið falli vel að starfsemi AkureyrarAkademíunnar. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Nánari upplýsingar er að fá hjá AkureyrarAkademíunni í síma 833-9861 og á netfanginu akak@akak.is Umsóknir eru sendar á netfang AkureyrarAkademíunnar. Í umsókn gerir umsækjandi grein fyrir því verkefni sem ætlunin er að vinna að, sem og að veita upplýsingar um bakgrunn sinn og feril.
Getum við bætt síðuna?