Samgöngustefna Norðurlands eystra
Samgöngustefna Norðurlands eystra
Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til RHA vegna Samgöngustefnu Norðurlands eystra 7,5 m. kr.
Markmið verkefnisins er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að unnt sé að forgangsraða þessum kostum kerfisbundið með hag almennings, atvinnu- og efnahagslíf landshlutans í huga. Mikilvægt er fyrir landshlutann að koma sameinaður út á við með eigin forgangsröðun á samgöngukostum. Margir samgöngukostir eru þegar komnir á langtímasamgönguáætlun, aðrir hafa verið í umræðunni í lengri eða skemmri tíma án þess að hafa komist á áætlunarstig og loks er líklegt að fram geti komið kostir sem hafa lítt eða ekkert verið reifaðir.
„Við teljum mikilvægt að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti á starfssvæði SSNE þannig að unnt sé að forgangsraða þeim kostum kerfisbundið með hag almennings, atvinnu- og efnahagslífs landshlutans í huga. Stjórn telur mikilvægt fyrir landshlutann að ná fram sameiginlegri sýn heimafólks á forgangsröðun samgöngukosta, bæði innan landshlutans og á milli landshluta, enda eru góðar samgöngur forsenda jákvæðrar samfélags- og atvinnuþróunar“ , segir Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE.