Fara í efni

Átta samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Átta samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 12. apríl sl. voru 13.893.680,- króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2021 úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði. Auglýst var eftir umsóknum í mars sl., fjórtán umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 76,5 milljónir. Til úthlutunar er fjármagn að upphæð kr. 7,0 millj. sem koma í gegnum verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2021, auk þess kr. 6.893.680,- sem verkefnisstjórn hefur innkallað frá fyrri úthlutunum. Alls er því úthlutað 13.893.680 krónum.  Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.


Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni. Verkefni í matargerð, innviðauppbyggingu s.s. endurbætur á björgunarmiðstöð, afþreyingu fyrir unga sem aldna, ferðaþjónustu, endurbyggingu á elsta steinhúsi Bakkafjarðar og þjónustuhús fyrir vélaverkstæði. Markmiðið með þessum verkefnum er að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.
Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Fimmtudaginn 6. maí nk. kl. 16:00 fer fram úthlutun styrkja úr verkefninu Betri Bakkafjörður fyrir árið 2021.
Úthlutunin fer fram að Hafnartanga 4, Bakkafirði. Veitingar í boði, allir velkomnir

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Áki Ragnarsson (olafur@ssne.is) verkefnisstjóri verkefnisins í síma 893-6434.

Getum við bætt síðuna?