SSNE skrifaði undir samning um áhersluverkefni 2021 við N4
SSNE skrifaði undir samning um áhersluverkefni 2021 við N4
Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutun til N4, 3 m.kr.
Markmið verkefnisins er að auka umfjöllun um atvinnu- og mannlíf á svæðinu, auka upplýsingagjöf og búa til markaðsefni. Kynna fjölbreytt tækifæri og áhugaverða nýsköpun, styrkja ímyndarsköpun og sjálfsmynd íbúa gagnvart landshlutanum. Kynna svæðið sem ákjósanlegan búsetukost og til atvinnureksturs.
"Við á N4 höfum í mörg ár verið í formlegu samstarfi með sveitarfélögunum á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Í fyrra var gerður samningur við Vestfirði um fjölmiðlun af svæðinu og með þessum samningi bætist Norðurland eystra í þennan góða hóp. Það er afar mikilvægt að raddir landsbyggðanna heyrist og sjáist og með þessum samningi er verið að stíga ákveðið skref í þeirri viðleitni. Hjá okkur er ekkert annað en tilhlökkun að vinna að þessu verkefni og gera svæðið enn sýnilegra meðal landsmanna," segir María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri N4