Tækifæri og áskoranir í loftslagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu
Tækifæri og áskoranir í loftslagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu
Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum. Markmiðið er að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, koma á virkara samtali við framfaraöfl innan atvinnugreina og um nýsköpunarstarf, sem og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Í þessu fyrsta samtali af nokkrum, verður rætt um tækifæri og áskoranir í loftslagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu til framtíðar. Samtalinu verður streymt á vef miðvikudaginn 5. maí kl. 13-14.30.
Nánari upplýsingar um þátttakendur og skráningu má finna hér.