Hringrás Nýsköpunnar
Hringrás Nýsköpunnar
SSNE, SSNV, NÍN, RATA, Hacking Hekla og Eimur lögðu saman inn umsókn í Lóuna, nýsköpunarsjóð landsbyggðanna, til að byggja upp Hringrás Nýsköpunnar á Norðurlandi.
Verkefnið hlaut styrk upp á sjö milljónir en verkefnið felst í því að á hverju ári verði hakkaþon, frumkvöðlasmiðja, viðskiptahraðall og fjárfestahátíð. Hugmyndin er að sama hvenær árs þú færð hugmynd þá sé stoðumhverfið tilbúið með verkfæri til að þróa hugmyndina áfram og alltaf sé í boði frekari framþróun á hugmyndinni.
Styrkurinn verður nýttur til að keyra viðskiptahraðall í vetur og í framhaldi verður fjárfestahátíð. Starfsfólk SSNE fagnar styrknum og hlakkar til að vinna áfram með teyminu sem kemur að verkefninu.