Fara í efni

Tvö störf á lögfræði- og fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

Tvö störf á lögfræði- og fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

Lögfræðingur

Starfið er á lögfræðisviði Byggðastofnunar. Helstu verkefni og ábyrgð lögfræðings eru umsjón með og afgreiðsla stjórnsýsluverkefna auk eftirlits á sviði póstmála samkvæmt lögum um póstþjónustu og umsjón með gerð álita og úrskurða á málefnasviðinu. Möguleiki er á þátttöku í erlendu samstarfi. Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar, en skal þó unnið á starfssvæði Byggðastofnunar, utan höfuðborgarsvæðisins.

Hæfniskröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti
  • Þekking á evrópurétti er kostur
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í hópi
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Sérfræðingur í greiningu fjárhagsupplýsinga

Starfið er á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar. Helstu verkefni sérfræðings eru markaðsgreiningar og greiningar fjárhagsupplýsinga fyrirtækja á markaði fyrir póstþjónustu, umsjón með flutningsjöfnunarstyrkjum skv. lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun, eftir atvikum greining lánsbeiðna á
fyrirtækjasviði og samskipti við viðskiptavini. Staðsetning starfsins er á skrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Hæfni í og reynsla af greiningu fjárhags- upplýsinga
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í hópi
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Senda á umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is.

Frekari upplýsingar um störfin veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri, Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs og Arnar Már Elíasson, staðgengill forstjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2021.

Getum við bætt síðuna?