Hringrásarhagkerfið
Hringrásarhagkerfið
Hringrásarhagkerfið er á allra vörum og samfélagið stefnir öruggum skrefum í átt að því og frá línulega hagkerfinu sem hefur ráðið ríkjum undanfarna áratugi. Með hringrásarhagkerfum höldum við verðmætum inni í hagkerfinu, drögum úr neyslu, endurnýtum og endurvinnum frekar en að ganga á auðlindirnar eins og við höfum hingað til gert.
Vinir okkar í Austurbrú hafa unnið bráðskemmtileg myndbönd þar sem hringrásarhagkerfið er kynnt á lifandi og skemmtilegan hátt. Gerð myndbandanna var styrkt af Loftslagssjóði og unnin í samstarfi við Elínu Elísabetu Einarsdóttur, Rán Flygenring og Sebastian Ziegler.
Í anda hringrásarhagkerfisins deilum við myndböndunum áfram til íbúa okkar landshluta og hvetjum til áhorfs, smellið á myndina hér fyrir neðan á horfið á myndbandið.