Fara í efni

Öngullinn og auðurinn

Öngullinn og auðurinn

Viðburðurinn Öngullinn og auðurinn haldinn í veiðihúsinu við Miðfjarðará laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn. Öngullinn og auðurinn er verkefni Kistunnar, styrkt af nýsköpunarsjóðinum Lóunni, sem snýr að því að leita tækifæra í stangveiðiþjónustu og nýta fjárfestingar og atvinnulíf í heimabyggð.
Að verkefninu komu einnig Langanesbyggð, Þekkingarnet Þingeyinga, Rata og Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism. 
22 þátttakendur tóku þátt í deginum og leiddi Íslenski ferðaklasinn vinnuna sem var mjög skemmtileg og áhugaverð. Unnið var að hugmyndum sem sneru að verðmætasköpun í heimabyggð og veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndina.

Meðal þeirra hugmynda sem fram komu voru farandsleiðsögumannaskóli, heilsársnýting veiðihúsa sem lúxusvara og afþreyingarpakki fyrir veiðimenn og fjölskyldur þeirra í sjóstangveiði og hestamennsku.

Vinningshugmyndin bar nafnið "Leitin að auðinum, þarfagreining" sem gengur út á að framkvæma QR kóða könnun sem verður aðgengileg í öllum veiðihúsum á svæði Norðurhjara og Vopnafirði til að greina þörf á þjónustu. Í kjölfarið verður svo hægt að fara í að útbúa “þjónustupakka” fyrir markhópinn út frá niðurstöðum þarfagreiningar.
 
Getum við bætt síðuna?