Úthlutun á Bakkafirði
Úthlutun á Bakkafirði
Miðvikudaginn 28. febrúar fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2024. Auglýst var eftir umsóknum í desember sl. og bárust 14 umsóknir um styrki að upphæð 23.002.500 kr. Til úthlutunar voru 10.500.000 kr. úr verkefninu Brothættar byggðir og hlutu 12 atvinnuskapandi og samfélagseflandi verkefni brautargengi.
Bakkasystur ehf. |
Grásleppan 2024 |
1.100.000 |
Bakkasystur ehf. |
Sögusýning ‐ margmiðlun og varðveisla |
600.000 |
Jóhanna Magnúsdóttir |
Útivist, heilsa, umhverfi og núvitund / Retreat Center Bakkafirði |
1.000.00 |
Bjargvættir ehf. |
Umhverfis- og öryggismál |
500.000 |
Langanesbyggð |
Velkomin til Hafnar! – Skiltagerð |
700.000 |
Reimar Sigurjónsson |
Fuglaskoðunarskýli við Finnafjarðará |
1.000.000 |
Svanhildur Arnmundsdóttir |
Samræmd upplýsingaskilti á Bakkafirði |
1.000.000 |
Krzysztof Krawczyk |
Smalahundaþjálfun |
1.600.000 |
Víðir Már Hermannsson |
Frisbígolf á Bakkafirði |
700.000 |
North East Travel ehf |
Afþreyfingarþjónusta North East Travel |
900.000 |
North East Travel ehf |
Bakkafest 2024 |
900.000 |
Bergholt 1 ehf. |
Bergholt |
500.000 |
Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem bæði snúast um nýjar hugmyndir og þróun og framhald fyrri verkefna. Markmið þessa verkefna er að styrkja innviði samfélagsins við Bakkaflóa, þróa aðlaðandi ímynd Bakkafjarðar áfram, skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.
Við óskum styrkhöfum innilega til hamingju.
Hér má lesa um nánari útlistun á verkefnum ársins 2024
Yfirlit yfir veitta styrki fyrir árið 2023 og framgang verkefnisins ,,Betri Bakkafjörður“ má finna í ársskyrslu 2023.
Skoða Bakkafjörð hér.