Raufarhöfn, einn af heitari stöðum landsins um þessar mundir
Raufarhöfn, einn af heitari stöðum landsins um þessar mundir
Mikið er um að vera á Raufarhöfn um þessar mundir. Fjöldi ferðamanna heimsækir þorpið daglega, nýverið dvaldi stór hópur listafólks á vinnustofunni "Túndran og tifið á Sléttu" vinnustofa listamanna og vísindamanna um loftslagsrannsóknir og náttúrufar norðurslóða, þar sem Melrakkasléttan var í brennidepli.
Í júlí mánuði dvelur hópur nemenda við rannsóknir á Raufarhöfn. Hópurinn samanstendur af fjórum hönnuðum og arkitektúrnemum sem stunda nám á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Kveikjan að rannsóknarverkefninu er vettvangsferð sem farin var í september 2022, þar sem verkefnið Mobility on the Margins bauð arkitektúrnemum að vinna að ,,Tillögum fyrir Raufarhöfn”. Núverandi rannsókn snýr að þéttbýli Raufarhafnar sem og dreifbýli Melrakkasléttu á sama tíma er sjónum beinum sérlega að tilteknu húsi, Háholti á Framnesi.
Með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna er hafin fyrsti fasi verkefnisins sem byggist á viðtölum við staðkunnuga, rannsóknum á byggðu umhverfi og tilraunum með staðbundin byggingarefni á svæðinu. Markmið hópsins er að öðlast innsýn í staðhætti og fræðast um líf og störf íbúa. Með skrásetningu er leitast við að stuðla að frekari rannsóknum á svæðinu.
Hópurinn hefur um þessar mundir aðsetur í Óskarsstöðinni. Meðlimir eru Julie Sjöfn Gasiglia, Laufey Jakobsdótttir, Raquel Kvamsdal og Sigrún Perla Gísladóttir.
Leiðbeinandi er Anna María Bogadóttir,arkitekt.