Þingmenn funda um stöðu strandveiða á Bakkafirði
Þingmenn funda um stöðu strandveiða á Bakkafirði
Starfsmenn SSNE og þingmenn Norðausturkjördæmis áttu góðan fund í síðustu viku um stöðu strandveiða á Bakkafirði. Til hans boðuðu Hilmar Þór Hilmarsson, einn eiganda Bjargsins fiskvinnslu, og Gunnlaugur Steinarsson, útgerðarmaður og formaður hverfisráðs Bakkafjarðar. Þeir lýstu yfir þungum áhyggjum af strandveiðunum og af afkomuöryggi sjávarbyggða á norðausturhorni landsins. Ef fram fer sem horfir munu strandveiðar stöðvast fyrstu dagana í júlí, eða í þann mund sem veiðar eru að glæðast á norðausturhorninu sé horft til fiskgengdar á því veiðisvæði.
Hilmar Þór og Gunnlaugur fóru vel yfir stöðuna í landshlutanum. Einkum horfurnar fyrir Bakkafjörð, enda fer þar saman að byggðarlagið er þátttakandi í Brothættum byggðum en tilheyrir jafnframt því svæði sem hvað rýrastan hlut ber frá borði í sumar. Þingmenn tóku undir áhyggjur heimamanna og töldu fullreynt að óbreytt kerfi vinnur gegn þeim byggðum sem það átti að treysta. Þá sé það brýnt að þingmenn í öllum kjördæmum vinni saman til að finna lausn sem etur ekki einni byggð gegn annarri.