Straumhvörf - ferðapakkakynningar
Straumhvörf er vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga. Átta ferðaþjónustuaðilar kynntu vörupakka sem eru tilbúnir til í sölu og var um að ræða mjög fjölbreytt úrval ferða, allt frá dagsferð til Hríseyjar til vikuferðar um allt svæðið. Mikill áhugi var hjá ferðaskrifstofunum sem mættu og ljóst að svæðið á mikið inni enn, sérstaklega utan háannar.
18.01.2024