Brennur þú fyrir Betri Bakkafirði?
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, auglýsir eftir verkefnisstjóra verkefnisins „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. október kl. 12.00.
20.09.2023