Fara í efni

Finnst þér flókið að skrifa styrkumsókn?

Finnst þér flókið að skrifa styrkumsókn?

Nýsköpun er lykillinn að því að byggja upp landsbyggðirnar með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi. Nýtum tækifærin á svæðunum og þeim til heilla.

Hjá SSNE er hægt að nálgast upplýsingar um ýmsa styrki sem í boði eru, bæði hér á landi sem og erlendis. Þá býður SSNE upp á fría ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkumsóknarskrifa en nú bætum við um betur og bjóðum upp á styrki til að sækja sérhæfða ráðgjöf eða námskeið í styrkumsóknarskrifum. Markmiðið er annars vegar að fjölga umsóknum af svæðinu og hins vegar að hækka árangurshlutfall umsókna af svæðinu.   

Fyrir hverja? Aðila sem vinna að verkefnum eða sprotafyrirtækjum með þróun í huga sem vantar fjármagn til að kaupa sér sérhæfða ráðgjöf eða námskeið við umsóknaskrif.

Í hvað? Til kaupa á sérhæfðum námskeiðum í umsóknarskrifum eða í vinnu sérfræðinga í styrkjaumsóknum í flóknari umsóknarferlum svo sem í tækniþróunarsjóð. 

Hvernig sæki ég um? Fyllir út umsókn á vef SSNE þar sem taka þarf fram um hvað verkefnið snýst og í hvaða sjóð á að sækja um í. SSNE mun kalla eftir upplýsingum varðandi framgang verkefnis, hvort það hlaut styrk og gagnsemi aðstoðar.

Smelltu hér til að komast í umsóknarsíðu

Hvenær get ég sótt um? Hægt er að senda inn umsóknir allt árið um kring og en umsóknir eru metnar á föstudögum í hverri viku.

Hverjir teljast sérfræðingar í styrkjaumsóknum? Sérfræðingur þarf að hafa reynslu af að sækja í sjóði og geta sýnt fram á árangur í þeim efnum. Starfsfólk SSNE setur það alfarið í hendur umsækjenda að finna aðstoð en getur aðstoðað ef það vantar upplýsingar um námskeið eða sérfræðinga. Starfsmenn leggja mat á hvaða námskeið óskað er eftir að sækja og þá sérfræðiráðgjöf sem óskað er eftir að sækja.    

Þessi aukna aðstoð við styrkumsóknarskrif er hluti af verkefninu "Nýsköpun á Norðurlandi" sem var eitt af áhersluverkefnum SSNE 2021.  Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á netfangið ssne@ssne.is.

Getum við bætt síðuna?