Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sterkt skólasvæði

Nú á dögunum var hleypt af stokkunum kynningarherferð á framúrskarandi framhaldsskólum Norðurlands eystra undir merkjunum Sterkt skólasvæði. Kynningarefnið er unnið útfrá frásögnum nemenda, enda þeirra reynsluheimur það sem skiptir máli þegar fólk velur sér annars vegar nám og hins vegar skóla eða búsetu. 

Starfamessa á Akureyri

Þann 3. mars sl. stóðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir Starfamessu í fimmta sinn, eftir þriggja ára hlé. Um 750 grunnskólanemendum í 9. og 10. bekk af öllu Norðurlandi eystra var boðið að koma og kynna sér ólík störf.

Lokaíbúafundur í Glæðum Grímsey

Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey þann 14. febrúar sl.

Mannfjöldabreytingar 2022

Hagstofan var að gefa út nýjar tölur um mannfjölda og var mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 - 387.758 og hefur íbúum landsins fjölgað um 3,1% frá 2022.

Ánægja með Loftbrú og nýtingin góð

Mikill meirihluti þeirra sem nýtt hefur Loftbrú frá því að henni var komið á fót er ánægður með úrræðið en telur ástæðu til að hækka afsláttinn og fjölga ferðum sem séu innifaldar.
Mynd frá Austurbrú

Hringrásarhagkerfið

Hringrásarhagkerfið er á allra vörum og samfélagið stefnir öruggum skrefum í átt að því og frá línulega hagkerfinu sem hefur ráðið ríkjum undanfarna áratugi.

Grænir styrkir - Tækifæri, samstarf og stuðningur vegna verkefna á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála

Grænir Styrkir viðburðurinn verður haldinn 23. mars næstkomandi á Grand hóteli (einnig í streymi fyrir þá sem eiga ekki eiga þess kost að koma á staðinn). Þar verða þeir styrkir sem íslenskum fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum stendur til boða til að efla græna vegferð kynntir áhugasömum.

Hvers vegna Græn skref?

Æ meiri áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsmál innan SSNE, en meðal markmiða Sóknaráætlunar er að efla staðbundna þekkingu á umhverfis- og loftslagsmálum og að landshlutinn leggi sitt af mörkum til að ná markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Umhverfis- og loftslagsmál eru risastór og flókinn málaflokkur og kröfurnar aukast sífellt.

Lóa - Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Getum við bætt síðuna?