Stjórnsýsluhúsið á Húsavík innleiðir fyrsta Græna skref SSNE
Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík hlaut viðurkenningu fyrir innleiðingu fyrsta Græna skrefs SSNE miðvikudaginn 27. september. Við tilefnið héldu verkefnastjórarnir Smári Jónas og Kristín Helga fræðslu fyrir starfsfólk um verkefnið og Grænu skrefin, auk þess sem öllu starfsfólki var boðið upp á tertu í tilefni árangursins.
06.10.2023