Stjórnsýsluhúsið á Húsavík innleiðir fyrsta Græna skref SSNE
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík innleiðir fyrsta Græna skref SSNE
Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík hlaut viðurkenningu fyrir innleiðingu fyrsta Græna skrefs SSNE miðvikudaginn 27. september. Við tilefnið héldu verkefnastjórarnir Smári Jónas og Kristín Helga fræðslu fyrir starfsfólk um verkefnið og Grænu skrefin, auk þess sem öllu starfsfólki var boðið upp á tertu í tilefni árangursins.
Fræðsla til starfsfólks, samtal og það að halda vel upp á þegar árangur næst er stór hluti Grænna skrefa SSNE, enda er mikilvægt að allt starfsfólk sé upplýst og samtaka í verkefninu. Þar hefur Norðurþingi svo sannarlega tekist vel til, en stjórnsýsluhúsið á Húsavík er önnur starfsstöð sveitarfélagsins sem hlýtur viðurkenningu fyrir skref þar sem starfsstöðvarnar á Húsavík og Raufarhöfn ganga í takt í innleiðingu aðgerðanna.
Verkefnastjórar SSNE þakka góðar móttökur, óska Norðurþingi til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í áframhaldandi innleiðingu skrefanna.