Þann 1. mars sl. héldu Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og SSNE opinn samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á Tröllaskaga. Fundurinn var haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október 2022. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga.
SSNE kynnti nú í upphafi ársins verkefni sem snýr að því að aðstoða sveitarfélögin á svæðinu við innleiðingu Grænna skrefa enda ljóst að óþarfi er fyrir hvert og eitt sveitarfélag að finna upp hjólið í innleiðingu umhverfis- og loftslagsstarfi sínu.
Nú á dögunum var hleypt af stokkunum kynningarherferð á framúrskarandi framhaldsskólum Norðurlands eystra undir merkjunum Sterkt skólasvæði. Kynningarefnið er unnið útfrá frásögnum nemenda, enda þeirra reynsluheimur það sem skiptir máli þegar fólk velur sér annars vegar nám og hins vegar skóla eða búsetu.
Þann 3. mars sl. stóðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir Starfamessu í fimmta sinn, eftir þriggja ára hlé. Um 750 grunnskólanemendum í 9. og 10. bekk af öllu Norðurlandi eystra var boðið að koma og kynna sér ólík störf.
Hagstofan var að gefa út nýjar tölur um mannfjölda og var mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 - 387.758 og hefur íbúum landsins fjölgað um 3,1% frá 2022.