Samgöngustefna Norðurland eystra aðal umræðuefni haustþings SSNE
Samgöngustefna Norðurland eystra aðal umræðuefni haustþings SSNE
Í dag var haldið haustþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, en þingið var rafrænt. Ásamt hefðbundnum þingstörfum var kynnt tillaga að Samgönguáætlun Norðurlands eystra 2023-2033. Verkefnið var upphaflega kynnt á ársþingi SSNE 2022 og var í kjölfarið skipaður starfshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE sem vann tillögu til stjórnar.
Tillögu að Samgönguáætlun Norðurlands eystra má finna hér.
Töluverðar umræður sköpuðust um tillöguna og var hún samþykkt, en stjórn SSNE var falið að uppfæra skjalið með þeim góðu tillögum sem komu frá þingfulltrúum.