EIMUR leitar að framkvæmdastjóra
EIMUR leitar að framkvæmdastjóra
Stjórn EIMS leitar að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið EIM til ársloka 2026. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á sjálfbærnimiðaðri verðmætasköpun og græna hagkerfinu til að þróa og fylgja eftir markmiðum EIMS. Starfsstöð
framkvæmdastjóra getur verið á Akureyri eða Húsavík.
- Umsjón með daglegum rekstri EIMS
- Stefnumótun og áætlanagerð
- Ábyrgð á öflun nýrra verkefna
- Verkefnastjórnun og eftirfylgni
- Samskipti og tengsl við hagaðila
- Koma fram fyrir hönd EIMS og kynna starfsemi verkefnisins
- Meistarapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Leiðtogahæfni og drifkraftur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Reynsla innan stjórnsýslunnar er kostur
- Reynsla af þátttöku í evrópuverkefnum er kostur
- Góð tungumálakunnátta
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni grænni nýsköpun á Norðurlandi eystra. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur, SSNE og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.Markmið samstarfsins
- Stuðla að aukinni verðmætasköpun með sterkum stuðningi við nýsköpun og hátækni
- Stuðla að grænni atvinnuuppbyggingu
- Stuðla að bættri nýtingu auðlinda og innleiðingu hringrásarhagkerfis
- Auka matvælaframleiðslu og áframvinnslu matvæla á svæðinu með það fyrir augum að auka verðmætasköpun
- Fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans og gera svæðið leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags með sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi
Umsóknarfrestur er til og með 5. september nk.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is