Fara í efni

Opin lína til sérfræðinga Tækniþróunarsjóðs

Opin lína til sérfræðinga Tækniþróunarsjóðs

SSNE og Rannís bjóða upp á opna línu til sérfræðinga Rannís þar sem hægt verður að spyrja spurninga og fá ráðgjöf í tengslum við Tækniþróunarsjóð.
Opna línan er liður í að bæta aðgengi að ráðgjöf og auka sýnileika Rannís á Norðurlandi eystra.

Þetta gæti varla verið einfaldara, smelltu á hlekkinn og tengdu þig beint inn á Teams-fund með starfsmanni SSNE og sérfræðingi Rannís.
Opna línan er á milli klukkan 13:00 og 13:30
fimmtudaginn 31. ágúst,
fimmtudaginn 7. september
og fimmtudaginn 14. september

--> Ef þú vilt fá áminningu er tilvalið að skrá sig á facebook viðburðinn með því að smella hér. 

Auk upplýsinga um Tækniþróunarsjóð er hægt að spyrjast fyrir um skattfrádrátt vegna þjónustu erlendra sérfræðinga og/eða kostnaðar við rannsóknar- og þróunarverkefni. Sjá nánar um skattfrádrátt með því að smella hér. 

 
 
Getum við bætt síðuna?