Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Vinnustofa og starfsdagur

Þann 31. maí síðastliðinn héldu SSNE, SSNV og Markaðsstofa Norðurlands sameiginlegan vinnudag á Akureyri, og þann 6. júní hélt starfsfólk SSNE starfsdag á Húsavík.

Matvælasjóður úthlutar styrkjum

Á dögunum úthlutaði Matvælasjóður styrkjum í fjórum flokkum, Bára, Kelda, Afurð og Fjársjóður og var í heildina úthlutað um 585 m.kr. og hlutu að þessu sinni 53 verkefni brautargengi. Af veittum styrkjum voru um 19% á Norðurlandi eystra, en um 15% umsókna voru þaðan.

SSNE flutt í Strandgötu 31 á Akureyri

SSNE á Akureyri hefur fært sig um set og hefur flutt skrifstofuna sína frá Hafnarstræti 91 yfir í Strandgötu 31. Um er að ræða tímabundið húsnæði meðan unnið er að því að finna hentugt framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. Skrifstofunni í Strandgötu 31 deilir SSNE með Markaðsstofu Norðurlands sem er jafnframt flutt úr Hafnarstrætinu.
Námsframboð framhaldsskóla á NE er afar fjölbreytt

Sameiginlegt kynningarátak framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra

Þú ert persóna í skólanum, ert ekki bara einhver. Kennarana langar að þér gangi vel. Þetta var strembið fyrst. Miklu meira öryggi. Maður týnist ekki. Námsframboðið er ótrúlegt. Þú ert mjög velkomin. Þægilegt umhverfi, allt í boði og stutt í allt. Þetta eru nokkrar setningar frá ungmennum um það hvernig er að vera framhaldsskólanemi á Norðurlandi eystra. Viltu heyra meira?
Mynd fengin að láni úr umfjöllun Vikublaðsins

Þegar neisti verður að báli

Árið 2022 hlaut verkefnið STEM Húsavík styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra. Fjármagn sem var nægilegt til að vökva sprotann sem óx upp í hjúpi Stéttarinnar, samfélagi nýsköpunar, þekkingar og rannsókna á Húsavík. Á þessu eina ári hafa skrefin orðið mörg og sífellt bæst við skóúrvalið.

Pistill framkvæmdastjóra - Maí

Það er alltaf jafn yndisleg tilfinning þegar byrjar að hlýna og við finnum hvernig sumarið tekur utan um okkur. Sólin skín og lýsir upp fallega landshlutann okkar og við tökum sumrinu sannarlega opnum örmum. Það er eins og samfélagið allt vakni til lífsins með náttúrunni og við fyllumst orku og gleði til að skapa ný tækifæri og stuðla að vexti sprota sem áður hafði verið plantað.
Getum við bætt síðuna?