Fara í efni

Þegar neisti verður að báli

Mynd fengin að láni úr umfjöllun Vikublaðsins
Mynd fengin að láni úr umfjöllun Vikublaðsins

Þegar neisti verður að báli

Eitt af markmiðum með tilvist Uppbyggingarsjóðs er að hjálpa frumkvöðlum svæðisins að ýta úr vör hugmyndum sínum. Eitt af markmiðum starfsfólks SSNE er að styðja við frumkvöðla með ráðgjöf; til dæmis mótun hugmynda, stíga út fyrir kassann og horfa á þær frá öðrum sjónarhornum – nú og benda á aðra sjóði til að sækja fjármagn.

Árið 2022 hlaut verkefnið STEM Húsavík: Fræðslunet með áherslu á samfélagsþátttöku styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra. Fjármagn sem var nægilegt til að vökva sprotann sem óx upp í hjúpi Stéttarinnar, samfélagi nýsköpunar, þekkingar og rannsókna á Húsavík.

Nú á vormánuðum er ár liðið frá stofnun STEM Húsavík. Verkefnastjórinn Huld Hafliðadóttir hefur varið tímanum vel og sótt fram. Frá því að styrkurinn hlaust í febrúar 2022, hefur verkefnið vakið verðskuldaða eftirtekt og fjármagn úr öðrum sjóðum til þess að tryggja tilvist þess og framgang. Markmið STEM Húsavík er að efla íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag. Annað mikilvægt markmið fyrir okkur sem heild er að módelið verði yfirfæranlegt á önnur samfélög.

Hvað getur lítið verkefni úr Uppbyggingarsjóði fært Norðurlandi eystra fært okkur?
Hefst nú lesturinn.

Ef talað í virði fyrir samfélagið, þá má til dæmis nefna:

  • 5 vinnustofur fyrir kennara og fleiri á dagskrá í haust. Starf sem skilar sér beint til nemenda.
  • Formlegt samstarf við Leikskólann Grænuvelli um innleiðingu STEAM ferla
  • Aukið fjölbreytni í atvinnumálum á svæðinu.
  • Mánaðarlega hádegishittinga
  • Valnámskeið í framhaldsskólanum á Húsavík
  • Samfélagslega tengingu við alþjóðlegu NorthQuake jarðskjálftaráðstefnuna
  • Verkefnið Arctic STEM Communties sem var samþykkt sem NPA verkefni í Priority 3: Building organisational capacity, fyrst íslenskra verkefna. Það er til 18 mánaða og felur í sér að innleiða STEM Learning Ecosystems líkanið í samfélag á Lapplandi og Írlandi og prufukeyra 1-2 samfélagsleg verkefni í hverju samfélagi, helst tengt stelpum í STEM.
  • Í byrjun maí var STEM Húsavík formlega tekið inn í starfssamfélag STEM Learning Ecosystems námsvistkerfanna (SLE Community of Practice) á vegum TIES (Teaching Institute for Excellence in STEM), sem eitt af 111 námsvistkerfum, sjá hér: https://stemhusavik.is/2023/05/05/stem-husavik-formlega-hluti-af-stem-learning-ecosystems-starfssamfelaginu-fyrst-a-nordurlondum/ og hér: https://www.vikubladid.is/is/frettir/vid-hlokkum-til-ad-tengjast-kynnast-og-laera
  • Verkefnastjórum STEM Húsavík voru beðnir um að taka þátt í verkefninu STEM Croatia (sem er EEA verkefni) á vegum GeoCamp (center for STEM Education in Iceland) á Suðurnesjum. Áherslan verður á fræðslu um STEM Learning Ecosystems líkanið.
  • Í sumar verður boðið upp á náttúruvísindaklúbb fyrir 10-12 ára á Húsavík
  • Þátttaka í nýliðinni Nýsköpunarviku þar sem verkefnastjórar voru með erindi í fyrirlestrarröðinni: Nýsköpun í þágu skólastarfs.

Ef talað í fjármagni sem hefur að auki skilað sér inn á svæðið:

  • Styrkur frá Fulbright Iceland Commission í formi tveggja heimsókna STEM sérfræðings sem aðstoðaði við stofnsetningu SH og innleiðingu bestu starfsvenja frá STEM Learning Ecosystems
  • Styrkur úr Lóunni kr. 4.200.000 til innleiðingar bestu starfsvenja og vinnu við aðgerðaáætlun (áfanga II)
    • sem fól m.a. í sér vinnustofur og fagþjálfun fyrir kennara
    • mánaðarlega hádegishittinga
    • opnun heimasíðu og samfélagsmiðla
    • tengingu við NorthQuake jarðskjálftaráðstefnu
    • Undirbúning fyrir náttúruvísindaklúbb (vinna sérfræðings)
  • Styrkur frá Bandaríska sendiráðinu (3.000.000) til að koma upp STEM tækjasafni til útláns fyrir skóla og kennara og bjóða fagþjálfun kringum það
  • Styrkur frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings fyrir fjölskyldurútuferð með jarðfræðiívafi (kr. 50.000)
  • Styrkur frá Samfélagssjóði Landsvirkjunnar 400.000 fyrir hlaðvarpsþáttunum STEM Spjallið
  • Styrkur frá Æskulýðssjóði fyrir coding and robotics eða forritunnarklúbb (kr. 800.000)
  • Styrkur úr Norðurslóðaáætlun 200.000 Evrur
  • Styrkur úr Barnamenningarsjóði 1.800.000 kr

Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að kjarnafærni í STEAM greinum er afar mikilvæg í ört breytilegum heimi. Í skýrslu starfshóps stjórnvalda um fjórðu iðnbyltinguna kemur fram að hlutfall STEM menntaðra á Íslandi (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) er óvenju lágt í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Frumkvöðullinn Huld Hafliðadóttir sá þetta gat og hóf að fylla upp í það; vekja athygli á hversu skapandi og skemmtilegar þessar greinar geta verið. Fræðslunetið er hýst af Þekkingarneti Þingeyinga og er net hagaðila, s.s. skóla, rannsóknastofnana; menningarstofnana; félagasamtaka; opinberra aðila; atvinnulífs; listafólks og annarra sem áhuga hafa á uppbyggingu STEM fræðslu á svæðinu. Hlutverk netsins er m.a. að greina styrkleika og hindranir og styðja samfélög til sjálfbærni í gegnum STEM fræðslu.

Ljóst er að þegar fjármunum er stýrt heiman úr héraði getur það verið mikil lyftistöng fyrir frumkvöðla á svæðinu og í framhaldinu íbúa þess. Við hvetjum frumkvöðla til að byrja strax í dag að huga að umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra sem opnar í haust. Ef ykkur vantar ráðgjöf getið þið haft samband strax í dag.

Langar þig að vita meira? 
Við mælum með að lesa umfjöllun Vikublaðsins og líta við á heima- og facebooksíðu STEM Húsavík.

Getum við bætt síðuna?