Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar
Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar
Þátttakendur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra hefur beina aðkomu að gerð Sóknaráætlunar fyrir landshlutann, en samráðsvettvangurinn var virkjaður á síðasta ári í fyrsta sinn. Með samráðsvettvanginum er stuðlað að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlunina sem SSNE starfar eftir.
Það er mikilvægt fyrir landshlutann í heild að í samráðsvettvangnum sitji sem breiðastur hópur, fólk á öllum aldri og af ólíkum kynjum sem hafa reynslu af ólíkum sviðum mannlífsins. Samráðsvettvangurinn samanstendur af fólki úr atvinnulífinu, fræðasamfélaginu, fólki sem hefur tengsl við félagasamtök, starfsmönnum og fulltrúum opinberra stofnana, kjörnum fulltrúum og ungmennum. Öll geta óskað eftir sæti í samráðsvettvangnum og er einfalt að skrá sig hér.
Samráðsvettvangurinn mun funda nú í maí, þar sem m.a. verður farið yfir árangursmat Sóknaráætlunar og framgöngu í einstökum verkefnum. Auk þess verða þátttakendur samráðsvettvangs upplýstir um framgang Sóknaráætlunar árlega.