Áhersluverkefni Sóknaráætlunar fer á flug
Um langt skeið hefur það verið kappsmál heimafólks á Norðurlandi eystra að reglulegt millilandaflug verði að veruleika um Akureyrarflugvöll. Sú áhersla hefur m.a. endurspeglast í Sóknaráætlunar landshlutans, segir Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. „Það var því gleðilegt að þeir kraftmiklu frumkvöðlar sem standa að baki Niceair hafi leitað stuðnings Sóknaráætlunar, en árið 2020 hlaut Niceair styrk úr Uppbyggingasjóði og ári síðar ákvað stjórn SSNE að verkefnið yrði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
18.02.2022