Handverkshefð á Húsavík á lista UNESCO
Gleðilegar fréttir bárust þann 14. desember síðastliðinn þegar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, samþykkti að skrá norræna súðbyrðinginn, þ.e.a.s. smíði hans og notkun, sem óáþreifanlegan menningararf mannkynsins. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni til UNESCO, þar með talið Menningarmiðstöð Þingeyinga og Vitafélagið. Meirihluti bátanna í bátasafninu á Húsavík eru einmitt fulltrúar þessarar tvö þúsund ára gömlu handverskhefðar á Norðurlöndum.
05.01.2022