Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Tilraunaverkefni um orkusparnað

Langanesbyggð hefur í samstarfi við Orkusjóð og SSNE hafið tilraunaverkefni um orkusparnað á Bakkafirði. Bakkafjörður er staðsettur á skilgreindu köldu svæði, þ.e. þar sem íbúar og atvinnulíf hafa ekki aðgang að jarðhita og kynda því hús sín með raforku. Slík rafhitun á íbúðarhúsnæði er að hluta niðurgreidd af ríkinu þar sem hún er mun dýrari en húshitun með jarðhita.

Fjarvinnslustörf á Raufarhöfn og Bakkafirði

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laus til umsóknar tvö tímabundin störf til allt að 18 mánaða við skráningu sóknarmannatala. Störfin felast í vinnu við innslátt sóknarmannatala í rafrænan gagnagrunn.

Bakkasystur bjóða í vöfflukaffi

Laugardaginn 25. júní næstkomandi kl. 15-17 bjóða Bakkasystur ehf. í vöfflukaffi í Hafnarvoginni á Bakkafirði sem staðsett er við Bjargið fiskvinnslu. Þar munu þær kynna starfsemi og markmið fyrirtækisins, en í húsinu verður komið á fót sögusýningu um lífið á Bakkafirði á síldarárunum. Systurnar kynna fyrstu drög að því þennan dag.

Málþing 24. júní, samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta, sjálftæðir notendur

MÁLÞING VELTEK í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 24. júní 2022.Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands (Veltek) mun halda málþing um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt verða m.a. erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, samvinnu á norðurslóðum og rannsóknir á þjónustulausnum kynntar.Í tengslum við málþingið munu fyrirtæki kynna þjónustulausnir sínar.Aðgangur að þinginu er öllum opinn en óskað er skráningar á heimasíðu Veltekwww.veltek.is

Albertína tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE í gær af Eyþóri

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir tók til starfa sem framkvæmdastjóri SSNE í gær af Eyþóri Björnssyni. „Ég hlakka mikið til að leiða áfram það mikilvæga og metnaðarfulla starf sem fram fer á vettvangi SSNE enda séu mikil tækifæri til uppbyggingar í landshlutanum öllum“ segir Albertína. SSNE býður Albertínu hjartanlega velkomna til starfa.

Hnífjafnt hlutfall karla og kvenna í nýjum sveitarstjórnum á NE

Sé litið til allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE þá er hlutfall karla og kvenna sem kjörinna aðal- og varafulltrúa hnífjafnt en var 54% karlar 46% konur eftir kosningarnar 2018.

Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða

Verkefnið Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNE og lauk nú á dögunum þegar vefsíðan Share Your North fór í loftið. Norðurslóðanet Íslands leiddi verkefnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Ný starfsstöð stofnana opnuð á Skútustöðum

31. maí síðastliðin opnaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý) á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Getum við bætt síðuna?