Tilraunaverkefni um orkusparnað
Langanesbyggð hefur í samstarfi við Orkusjóð og SSNE hafið tilraunaverkefni um orkusparnað á Bakkafirði. Bakkafjörður er staðsettur á skilgreindu köldu svæði, þ.e. þar sem íbúar og atvinnulíf hafa ekki aðgang að jarðhita og kynda því hús sín með raforku. Slík rafhitun á íbúðarhúsnæði er að hluta niðurgreidd af ríkinu þar sem hún er mun dýrari en húshitun með jarðhita.
30.06.2022