LOFTUM er fræðsluverkefni á sviði umhverfismála, ætlað að miðla fræðslu til starfsfólks og kjörinna fulltrúa sveitarfélaganna innan SSNE og er jafnframt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Fyrsti fræðsluhittingurinn fer fram nk. fimmtudag í gegnum Zoom á milli klukkan 11 og 12, en starfsfólk sveitarfélaga getur setið fræðsluna sér að kostnaðarlausu.