Stjórn SSNE bókar um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda
Stjórn SSNE bókar um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda
Stjórn SSNE bókaði á fundi sínum 14. febrúar um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda.
Bókun stjórnar ef svo hljóðandi:
Samráð um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda
Ríkið standi við loforð um uppbyggingu farsímanets
Greinargerð Fjarskiptastofu upplýsir um framgang og stöðu fyrir uppbyggingu farnets á stofnvegum landsins. Nánar tiltekið breytingar á skilmálum háhraðanets á stofnvegum á grunni úthlutunar tíðnisviða á árinu 2023. Sett var kvöð á fjarskiptafyrirtækin að koma að uppbygginu háhraðanetskerfi samstarfi við Öryggisfjarskipti ehf., á þeim stofnvegum þar sem markaðsbrestur er fyrir hendi.
Ríkið standi við gefin loforð
Greinargerðin upplýsir að Öryggisfjarskipti ehf. muni vegna fjárskorts á árinu 2025 ekki geta staðið við sinn hluta samstarfsins. Tillaga Fjarskiptastofu er að seinka tilgreindum frestum á kvöð fjarskiptafyrirtækja um uppbyggingu kerfisins um eitt ár eða til ársloka 2027. Stjórn SSNE tekur undir með öðrum landshlutasamtökum og harmar þessa stöðu sem hér er kominn upp og skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við og veita Öryggisfjarskiptum ehf. fjármagn á árinu 2025 til að verkefnið haldi áætlun. Tryggja verður að farnet þjóni vegfarendum um land allt jafnt íbúum sem ferðamönnum og setja verður sérstaklega í forgang þá vegkafla þar sem ekkert farnetssamband er til staðar í dag. Sömuleiðis þarf að tryggja að samskiptakerfi viðbragðaðila verði byggt upp samhliða.
Landshlutasamtök hafi sæti við borðið
Sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra hafa ekki haft beina aðild að framgangi þessa verkefnis. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er kominn upp er það krafa sveitarfélaga að þau verði kölluð til samstarfs. Því er gert að tillögu að sveitarfélög eða landshlutasamtök verði tilgreind í 2. tölulið um Tíðniheimild Öryggisfjarskipta í 9. kafla greinargerðar um „Samandregin áform FST um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda“.