Fara í efni

Fjölbreytt fræðsla í LOFTUM skólanum

Fjölbreytt fræðsla í LOFTUM skólanum

Í LOFTUM verkefninu hafa verið haldin ýmis námskeið sem á einn eða annan hátt tengjast loftslags- og umhverfismálum, sömuleiðis vinnustofur og fyrirlestrar.

Á liðnu hausti var LOFTUM skólanum ýtt úr vör en þar er leiðarljósið einföld og aðgengileg miðlun upplýsinga og fræðslu á ólíkum viðfangsefnum í þessum málaflokki. Miðað er við að kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaganna, hvort sem það starfar í skólum, að skipulagsmálum, veitumálum eða öðru, geti á fljótlegan og einfaldan hátt sótt sér gagnlegar upplýsingar þegar því hentar.

Dæmi um fræðslu í LOFTUM skólanum eru Græn skref, Grænfáninn, Samgöngumiðað skipulag, Efni í umhverfi barna og margt fleira. Á næstunni verður bætt við skólann fræðslu um loftslagsbókhald sveitarfélaga og úrgangsmál.

Hér er hlekkur á LOFTUM skólann.

Hér eru upplýsingar um LOFTUM fræðsluverkefnið.

Getum við bætt síðuna?