Þann 18. júní var haldinn fundur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, en samráðsvettvangurinn skal hafa aðkomu að gerð og framkvæmd Sóknaráætlunar landshlutans.
Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði árið 2024, var verkefnið Glatvarmi á Bakka. Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur.
Þann 12. júní kl. 17:15 er öllum boðið á götuleikhússýningu á höfninni Húsavík. Aðgangur er ókeypis og verkið er að mestu flutt án orða svo það er aðgengilegt fyrir öll, óháð tungumáli.
Dagana 7. - 9. júní fer fram alþjóðleg listahátíð skapandi fólks á vegum Alþýðuhússins. Hátíðin í ár er jafnframt hluti af dagskrá Listahátíðar Reykjavíkur 2024.
Hver eru áhrif skapandi greina og hvernig getum við mælt þau? SSNE leggur til þekkingu í samstarfsverkefni háskóla til eflingar rannsóknavirkni á meistara- og doktorsstigi á sviði atvinnulífs menningar og annarra skapandi greina með fyrirlestrinum, ,,Hvað gerir uppbyggingarsjóður raunverulega?"
Sirkushópurinn Hringleikur leitar að ungmennum 15-18 ára til að taka þátt í götuleikhús-sýningunni Sæskrímslin þegar verkið verður flutt á Húsavík miðvikudaginn 12. júní kl. 17:15. Listahátíð í Reykjavík verður með spennandi viðburð á Húsavík í júní.
Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2024, var verkefnið “Andlit Grenivíkur” og var það listamaðurinn Martin Jürg Meier Dercourt sem hlaut styrkinn.
Erindin á ráðstefnunni verða fjölbreytt og flutt frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 20. apríl í Hofi.