Þrettán vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar
Þrettán vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar
Undanfarnar vikur hafa verið haldnar þrettán vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar. Vinnustofurnar voru í öllum sveitarfélögum og jafnframt var haldin rafræn vinnustofa á ensku. Frábær þátttaka var á vinnustofunum og voru yfir 200 einstaklingar sem mættu og tóku þátt í vinnunni.
Á vinnustofunum voru flokkar nýrrar Sóknaráætlunar kynntir sem og markmið þeirra flokka en leitað var til þátttakenda að koma með tillögur að aðgerðum og verkefnum sem hjálpa okkur að ná þeim markmiðum.
Næstu skref í gerð nýrrar Sóknaráætlunar er úrvinnsla vinnustofanna og verða verkefnahugmyndi útfærðar og þeim forgangsraðar á haustþingi SSNE. Að þeirri vinnu lokinni verða drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2030 sett inn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem sveitarfélög og allir íbúar geta komið með athugasemdir. Stefnt er síðan að því að undirrita nýja áætlun á aukaþingi SSNE í byrjun desember.