Boreal er alþjóðleg hátíð haldin á Norðurlandi eystra! Markmið hátíðarinnar er að skeyta saman inn- og erlendu listafólki, byggja brýr og hvetja til samstarfs. Segja má með sanni að Norðlendingar geti verið dansandi kátir með frumkvæði og elju Yuliönu Palacios og hennar teymis, því hátíðin er einstök á landsvísu. Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023, öll velkomin. Sjá nánari dagskrá í frétt.