Fara í efni

Fréttir

Sóknaráætlun samþykkt á aukaþingi SSNE

Í gær var haldið rafrænt aukaþing SSNE þar sem ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt.

Áramótapistill framkvæmdstjóra

Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Rafrænt aukaþing SSNE á nýju ári

Stjórn SSNE boðar hér með til rafræns aukaþings þriðjudaginn 7. janúar næstkomandi.

Forvitnir frumkvöðlar - Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna

Á nýju ári ætla landshlutasamtökin öll að taka höndum saman og vera með sameiginleg fræðsluhádegi.

74 styrkir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar!

Á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin var 5. desember var tilkynnt um þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra sem er fjármagnaður úr Sóknaráætlun svæðisins.
Við úrvinnslu gagna úr Fyrirtækjakönnuninni kemur fram að í skapandi greinum fer fram mest nýsköpun af þeim atvinnugreinum sem skoðaðar voru í landsbyggðum. Niðurstöður sýna auk þess að uppbyggingarsjóðirnir hafa marktæk jákvæð áhrif á nýsköpun í landsbyggðum. Með öðrum orðum, ef horft er til þeirra gagna sem safnað var í fyrirtækjakönnuninnni, mætti segja að engin markviss nýsköpun væri að mælast í landsbyggðum ef uppbyggingarsjóðanna nyti ekki við.

Mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir nýsköpun og þróun landsbyggðanna

Við úrvinnslu gagna úr fyrirtækjakönnun sem framkvæmd var árið 2022, kemur fram að í skapandi greinum fer fram mest nýsköpun af þeim atvinnugreinum sem skoðaðar voru í landsbyggðum. Niðurstöður sýna auk þess að uppbyggingarsjóðirnir hafa marktæk jákvæð áhrif á nýsköpun í landsbyggðum.

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2025

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2025. Styrkjaflokkarnir eru þrír: atvinnu- og nýsköpunarverkefni, menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
Opið málþing 21. nóvember

Málþing um styrkjaumhverfi listasafna

Landshlutasamtök halda utan um uppbyggingarsjóði um land allt, en þeir hafa verið partur af styrkja- og starfsumhverfi íslenskra listasafna og listafólks, í takt við áherslur Sóknaráætlanna í hverjum landshluta fyrir sig. Fyrir hönd landshlutasamtaka mun Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vera með erindi á málþinginu, sem er öllum opið.

Drög að Sóknaráætlun í samráðsgátt

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við nýja Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem mun gilda frá 2025-2029.
,,Fight or flight

Dansvídeóhátíðin Boreal Screendance á Norðurlandi eystra

Boreal hlaut hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2021 sem veitt eru framúrskarandi menningarverkefnum í byggðum landsins. Hátíðin fer nú fram á Akureyri dagana 1.-13. nómember 2024.
Getum við bætt síðuna?