Fara í efni

Fréttir

Rafrænn kynningarfundur og umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til 16. október kl. 12:00.

Nýtt starf: Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra

Leitað er að öflugum verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi eystra. Verkefnið er samstarf SSNE og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða og er ráðið tímabundið til tveggja ára.
Á heimasvæði Uppbyggingarsjóðs má t.d. finna upplýsingar um leiðbeiningar og hjálpartól, netföng ráðgjafa og hvaða verkefni hafa hlotið framgang síðustu ár.

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Opnað var fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð kl. 12:00 miðvikudagurinn 11. september - ertu með hugmynd?

Umsóknarfrestur í hraðalinn STARTUP Storm er 20. september!

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Pistill framkvæmdastjóra - Hvað er að frétta eftir sumarið?

Þrátt fyrir rysjótta tíð hefur tíminn flogið áfram og sumrinu að ljúka áður en það byrjaði. Eins og líklega víðast hvar var sumarið rólegt hjá SSNE en starfsfólk týndist inn eftir sumarfrí strax eftir Verslunarmannahelgina og hefur ágústmánuður verið býsna annasamur.

Enn eftir 7 vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar

Undanfarnar tvær vikur hafa verið vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar, og hafa verið haldnar fimm vinnustofur í fjórum sveitarfélögum.

Frábær mæting á vinnustofur í Norðurþingi

Í gær voru haldnar tvær vinnustofur Í Norðurþingi vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar. Fyrri vinnustofan var haldin á Stéttinni á Húsavík og seinni á Kópaskeri og var góð mæting á báða staði. Það voru líflegar umræður um verkefni í þeim þremur flokkum sem fjallað verður um í nýrri Sóknaráætlun.

Fyrsta vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar

Fyrsta vinnustofan vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra var haldin í Þingeyjarsveit í gær, skemmtilegar og líflegar umræður áttu sér stað og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir komuna.

Vilt þú hafa áhrif ?

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 15 vinnustofur víðsvegar um landshlutan í ágúst og september. Þar gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu landshlutans og val á verkefnum næstu 5 árin. Árlega úthlutar SSNE um 130 milljónum til verkefna sem öll styðja við gildandi Sóknaráætlun. Við hefjum leika í Þingeyjarsveit 20. og 21. ágúst: 20. ágúst kl. 17:00-19:00 - Skjólbrekka 20. ágúst kl. 20:00-22:00 - Ýdalir 21. ágúst kl. 17:00-19:00 – Stórutjarnir Nauðsynlegt er að skrá sig hér: SSNE.is Allar nánari upplýsingar er hægt að finna hér: Sóknaráætlun | SSNE.is

Vilt þú hafa áhrif á nýja Sóknaráætlun?

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar fyrir Norðurland eystra.
Getum við bætt síðuna?