Í gær var haldinn starfsdagur SSNE á Akureyri þar sem allt starfsfólk SSNE kom saman í Drift EA og fór í gegnum styrkleikaþjálfun undir handleiðslu Láru Kristínar, lóðs og leiðtogaþjálfara.
Jákvæðar minningar barna eru líklegar til að skapa framtíðar íbúa og margsinnis verið sýnt fram á að ánægð ungmenni séu líklegri til að verða snúbúar (e. return migrants). Afurð vinnustofunnar verður Verkfærakista unga fólksins um jákvæðan byggðabrag.
Á Norðurlandi eystra er boðið upp á fjölbreytt vinnurými sem henta frumkvöðlum og þeim sem vinna óstaðbundin störf. Vinnurými eða vinnuklasar eru mikilvægir fyrir þróun og nýsköpun á svæðinu, og er stuðningur við slíka vinnuklasa eina af áherslum nýsamþykktrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.