Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Velheppnuðu ársþingi SSNE í Svalbarðsstrandarhreppi lokið

Stjórn og starfsfólk SSNE þakkar þinggestum fyrir ánægjulega samveru og gagnlegt samtal á Svalbarðsströndinni og þakkar sveitarfélaginu Svalbarðsstrandarhreppi  sérstaklega fyrir móttökurnar.
Hagsmunamál í menningar- og ferðaþjónustu á Norðurlandi - Hugkvæmni og heilabrot

Hugkvæmni og heilabrot

Lagt er upp með að styðja og styrkja samstarf og samtal milli safna og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Þá er mikilvægt að söfn, setur og sýningar annars vegar og ferðaþjónustan hins vegar leiði saman hesta sína og efli samtalið og samstarfið, ekki síst í ljósi þess að heimsóknir á söfn eru þriðja vinsælasta afþreying ferðamanna á Íslandi, á eftir náttúrulaugum og heilsulindum.
Þrátt fyrir snjókomu í morgun mæta fulltrúar sveitarfélaga og samstarfsaðilar brosandi til leiks.

Ársþing SSNE haldið í dag og á morgun

Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fer fram í dag og á morgun á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi.
Þátttakendur voru með fjölbreyttan bakgrunn sem skilaði sér í fimmtán hugmyndum sem voru kynntar fyrir dómefnd og gestum Krubbsins á Stéttinni

Stormur nýsköpunar á KRUBBI á Húsavík um helgina

Sannkallaður hvirfilbylur hugmynda óð um Stéttina á Húsavík meðan á hugmyndahraðhlaupinu KRUBBI stóð dagana 28.-29. mars. Hraðið miðstöð nýsköpunar stóð að viðburðinum í samstarfi við SSNE og Háskólann á Akureyri. Markmið hans var að efla nýsköpunarsenu Norðurlands og stuðla að þróun atvinnugreina á svæðinu. Metþátttaka var í hugmyndahraðhlaupinu og óhætt að segja að nýsköpun á Norðurlandi hafi fengið byr í seglin.
Getum við bætt síðuna?