Nýir starfsmenn teknir til starfa hjá SSNE
Nýir starfsmenn teknir til starfa hjá SSNE
Tveir nýir starfsmenn, Arnheiður Rán Almarsdóttir og Kristín Helga Schiöth, hófu störf hjá SSNE um mánaðarmótin. Báðar eru ráðnar í tímabundin verkefni sem munu styrkja starfsemi SSNE.
Arnheiður Rán Almarsdóttir mun starfa í samstarfi við Þingeyjarsveit, þar sem hún mun sinna verkefnum á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar. Hún mun skipta tíma sínum jafnt milli SSNE og Þingeyjarsveitar, með starfsstöð í Gíg í Þingeyjarsveit.
Kristín Helga Schiöth mun sinna áhersluverkefnum á sviði umhverfismála og verður með starfsstöð á Akureyri. Hennar verkefni munu stuðla að bættri umhverfisvitund og sjálfbærni innan landshlutans.
Með ráðningu þessara tveggja verkefnastjóra vonast SSNE til að auka enn frekar þann árangur sem náðst hefur frá stofnun samtakanna. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar og óskum þeim velfarnaðar í nýjum störfum.