Fyrsti fræðsluhittingur LOFTUM árið 2025
Fyrsti fræðsluhittingur LOFTUM árið 2025
LOFTUM er fræðsluverkefni á sviði umhverfismála, ætlað að miðla fræðslu til starfsfólks og kjörinna fulltrúa sveitarfélaganna innan SSNE og er jafnframt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Fyrsti fræðsluhittingurinn fer fram nk. fimmtudag í gegnum Zoom á milli klukkan 11 og 12, en starfsfólk sveitarfélaga getur setið fræðsluna sér að kostnaðarlausu.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir mun fjalla um núvitund og tengsl okkar við náttúruna, en hún er núvitundarkennari með áherslu á núvitundarmiðaða nálgun á samfélagslegar áskoranir.
Vaxandi skilningur er meðal fólks og fræðimanna á að mörg þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag hvort sem er í umhverfis og loftslagmálum, vegna ófriðar og stríðsátaka, ófjöfnuðar, streitu og einmannaleika sé í raun afleiðing af ákveðnu tengslaleysi sem átt hefur sér stað milli manns og náttúru, milli fólks og einnig innra með okkur sjálfum.
Á þessum kynningarfyrirlestri segir Þuríður frá ástæðum tengslarofsins og hvernig má nota núvitund til að ná betri tengingu við sjálfan sig, aðra og náttúruna.
Frekari upplýsingar um skráningu og námskeiðið má finna hér og frekari upplýsingar um LOFTUM verkefnið má finna hér.