Fara í efni

Listafólk, stofnanir og aðrir sem sinna barnamenningu - nú er opið fyrir umsóknir í List fyrir alla

Inn á heimasíðu List fyrir alla má finna dæmi um list- og menningarverkefni sem standa grunnskólum l…
Inn á heimasíðu List fyrir alla má finna dæmi um list- og menningarverkefni sem standa grunnskólum landsins til boða. Auk þess má þar finna kennsluefni, kynningarmyndbönd og kennsluáætlanir fyrir list- og umsjónarkenna þar sem hinar ýmsu list- og atvinnugreinar eru kynntar.

Listafólk, stofnanir og aðrir sem sinna barnamenningu - nú er opið fyrir umsóknir í List fyrir alla

Hlutverk List fyrir alla er að styðja við verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Til barnamenningar teljast vekefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Markmið er að jafna aðgengi grunnskólabarna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Nú er hægt að senda inn umsókn í List fyrir alla fyrir starfandi listamenn, stofnanir og aðra þá er sinna barnamenningu á einhvern hátt. Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er. Listverkefnin skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025 – 2026 er 16. mars 2025.

Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum vera unnin af fagfólki og metnaði. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf.

Til að sækja um er hægt að smella í umsókn á síðu List fyrir alla eða með því að smella hér.

Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir í maí ár hvert.
Nánari upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag má fá hjá verkefnastjóra List fyrir alla, info@listfyriralla.is

Starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf við umsóknarskrif, hér má nálgast netföng starfsfólks en almennt netfang er ssne(hjá)ssne.is. Ráðgjöf getur farið fram á teams eða staðfundum. 

Við vekjum jafnframt athygli á því að opið er fyrir umsóknir í Barnamenningarsjóð, sjá nánar í viðburðardagatali SSNE.

 

Getum við bætt síðuna?