Heimsókn frá Samtökum iðnaðarins
Heimsókn frá Samtökum iðnaðarins
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Sigurður Hannesson og Sigurður Helgi Birgisson viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði heimsóttu SSNE í vikunni. Ferðina nýttu þeir líka til að heimsækja hagsmunaaðila og félagsmenn SI. Heimsóknin er hluti af undirbúningi Iðnþings, aðalfundar SI, sem haldinn verður í byrjun mars.
Efni fundarins var að heyra af þróun og tækifærum í uppbyggingu atvinnulífs á Norðurlandi eystra, ekki síst með nýrri Sóknaráætlun. Orkumál og innviðir voru sérstaklega rædd og þörfin fyrir innviðauppbyggingu á Norðurlandi eystra.
Fundurinn var góður upptaktur af áframhaldandi samstarfi við Samtök Iðnaðarins.