Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Tónlistarfólk og Norðurland eystra

Starfar þú við tónlist eða þekkir þú einhvern á því sviði?

Aðlögun að breyttum heimi - hefjum samtalið

Áhrif loftslagsbreytinga hafa ýmsar birtingarmyndir og geta haft bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar fyrir samfélögin okkar, atvinnuvegi, innviði og efnahag. Til þess að geta varist neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og gripið þau tækifæri sem gefast, er mikilvægt ráðast í mat á mögulegum áhrifum

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Rafrænn kynningarfundur fer fram mánudaginn 12. september nk. frá kl. 11:30 - 12:00 þar sem farið verður yfir öll helstu atriði Vaxtarrýmis ásamt því að fólki gefst kostur á að spyrja spurninga.

Vefstofa EIMS og GEORG

Eimur og GEORG, standa fyrir vefstofu undir heitinu "Empowering rural innovation by crowdfunding geothermal projects" þann 14. september nk. sem hluta af Crowdthermal verkefninu.

Svanni-lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

Svanni-lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum en sjóðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar, forsætisráðuneytisisins og háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins. Starfandi fyrirtæki sem eru í eigu kvenna a.m.k. 51% geta sótt um lán vegna verkefna innan fyrirtækis sem byggja á einhverju leiti á nýsköpun og/eða að verkefnið leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar. Ekki er veitt lán fyrir óhóflegum launakostnaði eða vinnu eigenda við vöruþróun, sölu og markaðsstarf og að jafnaði er ekki veitt lán fyrir reglubundnum rekstarkostnaði. Til greina kemur að veita lán fyrir tækjum sem eru nauðsynleg rekstrinum og/eða verkefninu en þá með veði í umræddum tækjum. Lánað er fyrir kostnaðarverði tækjanna að því gefnu að notkun á þeim leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar. Stjórn og banki leggja mat á umsókn og viðskiptáætlun en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann er veitir lánin. Mikilvægt er að umsókn fylgi ítarleg viðskiptaáætlun ásamt fjárhags- og framkvæmdaráætlun, fjármögnunar og endurgreiðsluáætlun ásamt staðfestingu á eignarhaldi. Skoða má lánareglur sjóðsins nánar hér Umsóknarfrestur er til og með 15.september og er sótt um rafrænt hér á heimasíðu sjóðsins.
Mynd/KÞH

Góður íbúafundur á Bakkafirði

Líflegur íbúafundur var haldinn í skólahúsinu á Bakkafirði síðastliðinn fimmtudag á vegum verkefnisstjórnar verkefnisins Betri Bakkafjörður.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum Umsóknafrestur er til kl. 13.00 5. október 2022 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun. Fyrir hverja? Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Til hvers? Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að: • Öryggi ferðamanna. • Náttúruvernd og uppbyggingu. • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru. • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Hins vegar er sjóðnum ekki heimilt m.a. að: • Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða. • Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum. • Að veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess. Styrkur greiðist út í samræmi við lög og reglugerð sjóðsins og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér reglurnar. Aðeins eru veittir styrkir til verkefna en ekki til staða eða aðila. Mótframlag Mótframlag styrkþega er að jafnaði 20% af styrkfjárhæð. Mótframlag getur verið í formi aðkeyptrar þjónustu, efnis og/eða vinnuframlags. Varanlegar lausnir Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggur áherslu á að veita styrki til varanlegra verkefna (langtímalausna) sem byggja á vandaðri hönnun. Að öllu jöfnu er ekki gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti fjármagni til uppsetningar skyndilausna nema ef um undantekningartilvik er að ræða þar sem mjög brýna nauðsyn ber til og þá sem undanfara varanlegrar mannvirkjagerðar eða í kjölfar náttúruhamfara. Mikilvægt að vanda umsóknir ! Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög sem gilda um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nr. 75/2011 og reglugerð nr. 782/2017 og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Nánari upplýsingar um umsóknaferlið er að finna hér: Starfsfólk SSNE er boðið og búið til að veita aðstoð og leiðbeiningar við umsækjendur, við hvetjum ykkur til að vera snemma á ferðinni og hafa samband sem fyrst.

Aukaþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Stjórn SSNE boðar hér með til aukaþings samtakanna föstudaginn 23. september næstkomandi að Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Þingið verður sett kl. 11.00 og lýkur kl. 16.45. Drög að dagskrá þingsins eru eftirfarandi: 11:00 Þingsetning: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE Kosning fundarstjóra og ritara Kosning kjörnefndar 11:15 Kynning á starfsemi SSNE 12:00 Hlé 12.20 Hvað er Sóknaráætlun: Hvernig getur sveitarstjórnarfólk haft áhrif á verkefnaval SSNE? 13:00 Samtal sveitarstjórnarfólks, samtal á borðum 14.30 Kaffi og kökur 14:50 Kosning Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra Tillaga um skipan formanns úthlutunarnefndar uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra Tillaga um mönnun starfsstöðva (vísað til afgreiðslu frá Ársþingi SSNE í apríl) 15:20 Samtal sveitarstjórnarfólks og þingmanna Norðausturkjördæmis 16:30 Samantekt og þingslit

Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota

Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu. Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember.
Verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar á nýjum útsýnispalli. Mynd/KÞH.

Útsýnispallur á Bakkafirði vígður

Sólin braust út á milli skýjanna eftir skúri gærdagsins þegar nýr útsýnispallur á Bakkafirði var vígður með hátíðarbrag.
Getum við bætt síðuna?