Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Fundur SSNE og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur í landshlutanum

Rætt var um hvernig auka megi notkun Strætó og er þar m.a. horft til atriða eins og tímasetninga og tíðni ferða, verðlags þjónustunnar og leiðakerfis.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Eimi.

Norðanátt fær 20 m.kr. fjárveitingu frá umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu

Lengi hefur SSNE þrýst á ráðherra umhverfismála að leggja sóknaráætlun landshlutans til fjármagn í takt við auknar áherslur á umhverfismál og er þetta fyrsta skrefið í þá átt þótt styrkurinn sé eingöngu gerður til eins árs. 

Ertu með nýsköpunarhugmynd á fyrstu stigum? Leitin að Norðansprotanum er hafin!

Hefur þú fengið góða hugmynd sem þú skilur ekki afhverju enginn er að framkvæma? Hvernig væri að prófa að framkvæma lausnina sjálf/ur?

Einungis 3% af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á Norðurland eystra

54 verkefni hlutu styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem úthlutað var úr nýverið og voru þar einungis tvö verkefni af Norðurlandi eystra.
Mynd: Ríkharður Guðmundsson

20,5 m.kr. styrkir til fjarvinnustarfa á Raufarhöfn, Bakkafirði og Húsavík.

Innviðaráðherra úthlutaði nýverið 35 m.kr. til fjarvinnustöðva á grundvelli aðgerðar B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun með það að markmiði að koma opinberum gögnum á stafrænt form og fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

Fréttabréf aprílmánaðar heitt úr prentun!

Fréttabréf SSNE er komið út! Flettu blaðinu hér fyrir neðan eða sæktu það hér á pdf. Í apríl fréttabréfi SSNE er þetta helst

SSNE leitar að framkvæmdastjóra

Um er að ræða spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2022. Ráðið er í starfið til fimm ára í senn.

Styrkir til menntunar og menningar

SSNE og Rannís bjóða upp á kynningu á tækifærum sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB og Nordplus svo eitthvað sé nefnt.

Næsta lota í Fræ og Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 2. maí nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Upptaka vinnustofu

Mánudaginn 25. apríl síðastliðinn bauð SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga til þriggja tíma rafræns fundar og vinnustofu. Viðfangsefnið var framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Upptöku af fundi má finna h
Getum við bætt síðuna?