Fara í efni

Framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Upptaka vinnustofu

Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Upptaka vinnustofu

Mánudaginn 25. apríl síðastliðinn bauð SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga til þriggja tíma rafræns fundar og vinnustofu. Viðfangsefnið var framtíðarstefna Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Upptöku af fundi má finna neðar í frétt.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er sameiginlegt verkefni 20 sveitarfálaga á norðurlandi frá Húnaþingi vestra til vesturs til og með Langanesbyggð í Austri.

Núverandi áætlun byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin, sem gerð er til 12 ára í senn, gildir til ársins 2026 og var þessi fundur nauðsynlegur hluti af endurskoðun þeirrar áætlunar.

Skráðir þátttakendur voru 49 frá 18 sveitarfélögum, en einhverjir gátu ekki setið allan fundinn.

Í byrjun fundar voru fengnir sérfræðingar í meðhöndlun úrgangs til að kynna stöðu úrgangsstjórnunnar á Norðurlandi, í stuttu máli. Fundurinn var síðan brotin upp í hópa sem fengu það verkefni að ræða vandamál og lausnir í framtíð úrgangsstjórnunnar á Norðurlandi.

Vinnustofan gekk mjög vel og fengust góð gögn sem verða nýtt til vinnu svæðisáætlunar.

Stefnt er á að Svæðisáætlun fari í kynningu um miðjan maí og opið fyrir umsagnir og athugasemdir í sex vikur. Að því loknu verður unnið úr athugasemdum og hún kynt fyrir nýjum sveitarstjórnum.

DAGSKRÁ

KYNNINGAR OG STÖÐUMAT

Samtaka um hringrásarhagkerfi og hlutverk sveitarfélaga
Eygerður Margrétardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Hvað breytist 1.jan 2023? Nýjar kröfur til svæðisáætlanagerðar sveitarfélaga
Ísak Már Jóhannesson, Umhverfisstofnun

Kynning á stöðumati
Stefán Gíslason, Environice

Stekkjarvík, Kynning á starfsemi urðunnarstaðar
Magnús B. Jónsson, Formaður stjórnar Norðurá bs.

Hagkvæmnimat líforkuvers
Guðmundur H. Sigurðarsson, Vistorku

Hvað gerist næst? Helstu áskoranir framundan
Smári Jónas Lúðvíksson, SSNE

STUTT HLÉ

UMRÆÐUR OG SAMANTEKT
Umræðuhópar um stöðu landshlutans, markmið og aðgerðir
Samantekt helstu niðurstaða

Getum við bætt síðuna?