Fara í efni

SSNE leitar að framkvæmdastjóra

SSNE leitar að framkvæmdastjóra

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra. Leitað er að dugmiklum einstaklingi í krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarf þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika.

Um er að ræða spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2022. Ráðið er í starfið til fimm ára í senn.

Starfssvið

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun samtakanna.
  • Skipulagning og verkefnastýring.
  • Stefnumótunarvinna.
  • Samskipti og samstarf við hagaðila (atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög, opinberar stofnanir og aðra hagaðila).
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn.

Sjá nánar um hlutverk framkvæmdastjóra í 18. gr. samþykkta SSNE: Samþykktir | SSNE.is

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs.
  • Reynsla af stjórnun
  • Reynsla af rekstri æskileg.
  • Reynsla af mótun stefnu og innleiðingu hennar æskileg.
  • Þekking og reynsla af atvinnu-, menningar- og/eða byggðamálum æskileg.
  • Góð þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Lipurð og mikil færni í mannlegum samskiptum
  • Heiðarleiki og gott orðspor
  • Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku

Allir áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2022.

Sótt er um starfið á www.mognum.is og nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is .

Sækja um

Getum við bætt síðuna?