Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Huld Hafliðadóttir, forsvarsmaður verkefnisins

Þróunarverkefni um innleiðingu á STEM fræðsluneti á Húsavík

Verkefninu sem hlaut styrk úr Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra 2022 var formlega hleypt af stokkunum í maí.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er nýr framkvæmdastjóri SSNE

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri SSNE. Hún tekur við starfinu af Eyþóri Björnssyni sem senn tekur við starfi forstjóra Norðurorku. Albertína er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í landafræði frá sama skóla. Hún var þingmaður Norðausturkjördæmis á árabilinu 2017-2021. Hún var einnig framkvæmdastjóri Eims, þróunar- og nýsköpunardeildar Norðurlands eystra á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar. Albertína hefur starfað hjá samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum og verið þar einnig formaður fjórðungssambands Vestfjarða sem Atvinnuþróunarfélag svæðisins féll undir. Á árabilinu 2014-2016 var Albertína verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Starf framkvæmdastjóra SSNE var auglýst þann 28.apríl og bárust 24 umsóknir um starfið, þar af drógu 5 umsókn sína til baka. Ráðningaferlið var unnið í samstarfi við ráðningaþjónustu Mögnum á Akureyri.

Fulltrúi SSNE í Loftlagsráði

Smári Jónas Lúðvíksson situr nú sinn fyrsta fund í Loftlagsráði en hann er nýskipaður fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málþing Veltek í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 24. júní

Málþing Veltek í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 24. júní Samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta, sjálfstæðir notendur. Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands (Veltek) mun halda málþing um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt verða m.a. erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, samvinnu á norðurslóðum og rannsóknir á þjónustulausnum kynntar. Í tengslum við málþingið munu fyrirtæki kynna þjónustulausnir sínar. Aðgangur að þinginu er öllum opinn en óskað er eftir skráningu hér DAGSKRÁ 9:00 – 9:30 Húsið opnar, boðið upp léttar veitingar á morgunverðarhlaðborði. 9:30 – 9:45 Opnun og kynning Veltek heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands. Perla Björk Egilsdóttir, verkefnastjóri Veltek. Rafrænt ávarp heilbrigðisráðherra. 9:45 – 10:10 Stafræn umskipti og samþætting á heilbrigðis- og félagsþjónustu á strjálbýlum svæðum. Kynning á norrænum verkefnum. 10:10 – 10:25 Norðurslóðasamfélög, áskoranir og tækifæri til samvinnu. Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets. 10:30 – 11:05 Hlé með kaffiveitingum. Fyrirtæki sýna heilbrigðislausnir sínar. 11:05 – 11:30 Tækifæri til samvinnu og nýsköpunar. Garðar Már Birgisson, viðskiptaþróun hjá Þulu. 11:30 – 11:55 Velferðartækni og sjálfstæð búseta. Dr. Björg S. Anna Þórðardóttir, iðjuþjálfi, gestalektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og rannsóknarstaða við Osló Metropolitan Háskólann. 12:00 – 13:10 Hádegishlé. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og fyrirtæki sýna heilbrigðislausnir sínar. 13:10 – 13:30 Dagþjálfun á Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. Þóra Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. 13:30 – 13:50 Nýjungar í velferðartækni hjá heimahjúkrun HSN á Akureyri. Deborah Júlía Robinson, ráðgjöf iðjuþjálfa við heimahjúkrun HSN og Eva Björg Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur við heimahjúkrun HSN. 13:50 – 14:15 Heilbrigðisfræðsla og virkir notendur heilbrigðisþjónustu. Dr. Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun og forstöðumaður Miðstöðvar um sjúklingafræðslu á Landspítala. 14:15 – 14:40 Nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu Fjallabyggðar. Helga G. Erlingsdóttir, verkefnastjóri Fjallabyggð. 14:40 Samantekt. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga Sjúkrahúsinu á Akureyri og stjórnarmaður Veltek. 14:50 Undirritun samstarfsyfirlýsingar á milli Fjallabyggðar, HSN og Veltek. 15:00 Boðið verður upp á léttar veitingar í þinglok og fyrirtæki sýna heilbrigðislausnir sínar.

Lærissneið - Múrarnir rofnir

Eitt af áhersluverkefnum SSNE 2022 er Lærisneið, þar sem þróa á frekar valgreinar þvert á fámenna skóla. Á síðasta skólaári fékk Ásgarður veglegan styrk frá SSNE til þess að þróa kennslu í Skóla í skýjunum sem nýttist meðal annars í að útbúa miðlægt tvær valgreinar, önnur var tölvuleikjahönnun með Unity og hin var bókagerð. Nemendur úr níu skólum í þremur hópum komu saman á netinu yfir heila önn. Tilraunin heppnaðist vel og saman lærðum við, skólastjórnendur og kennarar mjög margt um nauðsynlegan aðbúnað og stuðning til þess að betur mætti fara næst. Í samráði við skólastjórnendur nú í fjórtán skólum var ákveðið að gefa nemendum kost á að koma með tillögur að valgreinum og taka þátt í forvalskönnun þar sem við þrengdum hugmyndir þeirra úr 40 valgreinahugmyndum og niður í nítján. Nú hafa allir 160 nemendurnir valið og að öllum líkindum munum við geta boðið upp á allt að fjórtán valgreinarnar þar sem 95% af nemendum fá sitt fyrsta val. Við erum í skýjunum! Kökuskreytingar, íþróttaval, eðlis- og efnafræðival, kvikmyndagerð, franska, þýska, hljóðblöndun, kynjafræði, rafíþróttir, tölvuleikjahönnun og leiklist - svo eitthvað sé nefnt. Nemendur blandast greinilega inn í hópana og sem dæmi má nefna að krakkar úr fjórum ólíkum skólum velja sér eðlis- og efnafræði, eitthvað sem mjög erfitt hefði verið að sinna inni í hverjum skóla fyrir sig og er erfitt að sinna í fjölmennari skólum líka. Starfsfólk Ásgarðs og Skóla í skýjunum munu í sumar sjá um að setja námskeiðin upp í Valgreinaskólanum á Námsgagnatorginu. Kennarar koma úr þátttökuskólunum og eru ráðnir utan að ef að ekki næst að manna innan skólanna. Greiðslur og framlög skólanna fara í samlagspott sem verið er að móta. „Ég þori að fullyrða að allir sem hafa komið að verkefninu hingað til eru að springa úr spenningi. Hér erum við í sameiningu að vinna að mjög mikilvægum byggðaverkefnum sem eru í raun svo mikilvæg að við efumst ekki um að áhrifin verða veruleg. Ef nemendur í fámennum skólum geta fengið reglubundin aðgang að valgreinum við hæfi og sérhæfðri ráðgjöf og þjónustu í gegnum netið - þá erum við að auka fjölbreytni, efla tengslanet nemenda, nýta sérþekkingu kennara þvert á sveitarfélög, auka stærðarhagkvæmni, styrkja og efla gæðastarf í grunnskólum og rjúfa félagslega einangrun“. Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Hríseyjarskóli, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli, Reykjahlíðarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grunnskóli Raufarhafnar, Skóli í skýjunum og Þórshafnarskóli. Að auki hafa eftirfarandi skólum boðið að vera með: Reykhólaskóli, Patreksskóli, Bíldudalsskóli, Tálknafjarðarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Grunnskóli Strandabyggðar.

5 verkefni á NE fá styrk úr Barnamenningarsjóði

Tilkynnt var um fjórðu úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands og hlutu 34 verkefni styrki upp á 92 m.kr. Þar af voru 5 af Norðurlandi eystra sem hlutu samtals 4,7 m.kr.

Brot af því besta frá starfsemi SSNE í maí

Fréttir og fróðleikur um uppbyggingu Norðurlands eystra og störf SSNE á vormánuðum 2022.
Getum við bætt síðuna?