Fara í efni

Viðburðalisti

21. jan

Umsóknarfrestur: Uppspretta

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.
22. jan

C1 - Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Veitt verður allt að 140 milljónum kr. fyrir árið 2025. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólks. Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudagsins 22. janúar 2025. Umsóknir eru sendar með rafrænu umsóknareyðublaði. Umsækjendur skulu taka mið af úthlutunarreglum innviðaráðherra og auglýsingu um styrkina, sjá tengla hér að neðan. Þriggja manna valnefnd metur allar umsóknir og gerir tillögu til innviðaráðherra að úthlutun styrkja. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í febrúar 2025.
29. jan

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
3. feb

Umsóknarfrestur: Nordplus

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig.
4. feb

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Umsóknarskrif

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
10. feb

Umsóknarfrestur: Rekstrarstyrkur félagasamtaka á sviði umhverfismála

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála.
10. feb

Umsóknarfrestur: tækjastyrkur í lífrænum landbúnaði

Stuðningur er veittur til kaupa á sérhæfðum búnaði sem stuðlar að aukinni framlegð í lífrænum landbúnaði og/eða bættri nýtingu lífræns áburðar. Hægt er að sækja um styrki fyrir kaupum á tækjum á borð við sem róbóta, niðurfell­ingarbúnað til áburðardreifingar, tæki til safnhaugagerðar, tækni fyrir nákvæmnislandbúnað, illgresishreinsa og öðrum tækjum sem uppfylla framangreind markmið.
15. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
15. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Markaður

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
15. feb

Umsóknarfrestur: Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Tækniþróunarsjóðs, Vöxtur, Sprettur
16. feb

Umsóknarfrestur: Upptaktur

Hefur barnið þitt áhuga á tónlist? Er það með hugmynd að lagi til að þróa áfram? Í Upptaktinum er lögð áhersla á að styðja börn og ungmenni til að fullvinna lagahugmyndir.
17. feb

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
4. mar

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Gervigreind og styrkumsóknir

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
1. apr

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Skapandi hugsun

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
6. maí

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Viðskiptaáætlun á mannamáli

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
3. jún

Fræðsluerindi landshlutasamtakanna: Stofnun og rekstur smáfyrirtækja/ólík rekstrarform

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði.
16. okt

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.