Fara í efni

Viðburðalisti

14. maí

Nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn bjóða til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu. Viðburðurinn er hluti af nýsköpunarvikunni 2024.
22. maí

Orkumál í hnotskurn - fræðslufundur með Sigurði Friðleifssyni

Fræðslufundur um orkumál og hlutverk sveitarfélaga í því samhengi. Sigurður Friðleifsson mun fjalla um orkuþarfir, orkuöflun, orkuöryggi og áskoranir í þessum málaflokki ásamt stjórnsýslu málaflokksins. Gefin verður kostur á samtal og spurningum.
31. maí

Umsóknarfrestur: Ferðastyrkir lista- og menningarfólks

Culture Moves Europe veitir ferðastyrki til listamanna og fagfólks í menningarmálum í öllum 40 Evrópulöndum innan Creative Europe.
1. jún

Umsóknarfrestur: FrumkvöðlaAuður

FrumkvöðlaAuður hvetur konur til athafna með styrkjum til frumkvöðlastarfs þeirra. Sjóðurinn veitir styrki 19. júní ár hvert en verkefnin eru valin af stjórn sjóðisns.
4. jún

Umsóknarfrestur: NordForsk

Sjálfbær þróun á norðurslóðum, nýtt NordForsk kall.
11. jún

Umsóknarfrestur: styrki til hreinorku vörubifreiða

Orkusjóður auglýsir styrki til hreinorku vörubifreiða sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir.
1. júl

Umsóknarfrestur: styrki til fráveituframkvæmda

Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. júlí 2024.
31. júl

Samfélagsssjóður Landsvirkjunar

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert. Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki Verkefni sem koma einkum til greina: Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru- og auðlindamála Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga Listir, menning og menntun Forvarnar- og æskulýðsstarf Heilsa og hreyfing Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru: Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknasjóður veitir styrki til námsfólks og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga) Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda Námsstyrkir Utanlandsferðir
12. sep

Umsóknarfrestur: Samvinnustyrkur til Norrænna menningarverkefna

Menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk kulturkontakt, stendur fyrir og sér um ýmsa styrki á sviði norræns menningarsamstarfs og norræna verkefna. 
15. sep

Umsóknarfrestur: Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Tækniþróunarsjóðs, Vöxtur, Sprettur
15. sep

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
15. sep

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Markaður

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
20. sep

Ferðastyrkir - Menningarverkefni

Menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk kulturkontakt, stendur fyrir og sér um ýmsa styrki á sviði norræns menningarsamstarfs og norræna verkefna. 
30. sep

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d á sviði menningar og lista eða menntunar.
1. okt

Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.