Fara í efni

Viðburðalisti

29. nóv

Umsóknarfrestur: ferðastyrkir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu

Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe sem eru ferðastyrkir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu.
30. nóv

Umsóknarfrestur: Ferðastyrkir Tónlistarsjóðs

Ferðastyrkir eru veittir úr deild útflutnings og eru styrkir vegna ferðalaga til að sækja sér tækifæri erlendis.
1. des

Umsóknarfrestur: Húsafriðunarsjóður

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2025.
1. des

Umsóknarfrestur: þróunarsjóður innflytjendamála

Sjóðurinn styður m.a. við verkefni sem vinna gegn fordómum, haturstjáningu, ofbeldi og margþættri mismunun. Verkefna sem stuðla að virkri notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám. Áhersla er lögð á verkefni fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri og fyrir fullorðið fólk.
2. des

Umsóknarfrestur: Styrkir til félagasamtaka með verkefni á sviði heilbrigðismála

Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um styrki til verkefna á sviði heilbrigðismála. Veittir eru styrkir til verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Verkefnin skulu falla að heilbrigðis- og lýðheilsustefnu.
31. des

Umsóknarfrestur: Sóknarstyrkir - stuðningur við sókn í erlenda sjóði

Háskólar, stofnanir og fyrirtæki sem sækja um styrki í alþjóðlega rannsóknasjóði geta sótt um Sóknarstyrki. Forgangur er veittur umsóknum í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og norræn samfjámögnunarverkefni, t.d. NordForsk.
31. des

Umsóknarfrestur: Glókollur

Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviði ráðherra. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga.
31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
22. jan

C1 - Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Veitt verður allt að 140 milljónum kr. fyrir árið 2025. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólks. Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudagsins 22. janúar 2025. Umsóknir eru sendar með rafrænu umsóknareyðublaði. Umsækjendur skulu taka mið af úthlutunarreglum innviðaráðherra og auglýsingu um styrkina, sjá tengla hér að neðan. Þriggja manna valnefnd metur allar umsóknir og gerir tillögu til innviðaráðherra að úthlutun styrkja. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í febrúar 2025.
15. feb

Umsóknarfrestur: Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Tækniþróunarsjóðs, Vöxtur, Sprettur
15. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
15. feb

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Markaður

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.