Fara í efni

Viðburðalisti

31. júl

Umsóknarfrestur: Samfélagssjóður Landsvirkjunar

Sjóðurinn styður verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og leggur sérstaka áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækisins.
1. ágú

Eingreiðsla vegna upphverfisvænnar orkuöflunar

Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr beinni rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti, m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Íbúðareigendur sem nú hafa niðurgreidda beina rafhitun og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun og/eða ráðast í aðgerðir sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun geta sótt um styrk. Um er að ræða eingreiðslustyrk vegna aðgerða sem leiða til betri orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans og er helmingurinn af heildarefniskostnaði (án vsk) að hámarki 1.429.000 kr. Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast áfram í samræmi við notkun að hámarki 40.000 KWh/ári. Við styrkveitinguna er gerður samningur sem miðast við 15 ár á viðkomandi fasteign en eftir þann tíma er aftur hægt að sækja um sambærilegan styrk á sömu fasteign.
20. ágú - 12. sep

Vinnustofur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar fyrir Norðurland eystra.
11. sep - 16. okt

Umsóknarfrestur: Uppbyggingarsjóður

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá 11. september til kl. 12:00 þann 16. október.
12. sep

Umsóknarfrestur: Samvinnustyrkur til Norrænna menningarverkefna

Menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk kulturkontakt, stendur fyrir og sér um ýmsa styrki á sviði norræns menningarsamstarfs og norræna verkefna. 
15. sep

Umsóknarfrestur: Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Tækniþróunarsjóðs, Vöxtur, Sprettur
15. sep

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
15. sep

Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Markaður

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
20. sep

Ferðastyrkir - Menningarverkefni

Menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk kulturkontakt, stendur fyrir og sér um ýmsa styrki á sviði norræns menningarsamstarfs og norræna verkefna. 
30. sep

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d á sviði menningar og lista eða menntunar.
1. okt

Umsóknarfrestur: Íþróttasjóður

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
15. okt

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.