Fara í efni
HönnunarÞing / Design Thing

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar sem Hraðið miðstöð nýsköpunar er forsprakki að og heldur utan um.
SSNE er samstarfsaðili HönnunarÞings með það að leiðarljósi að efla atvinnulíf skapandi greina í landshlutanum.

Lagt er upp með að flétta mismunandi atvinnugreinum saman við hönnun og nýsköpun ár hvert. Fyrsta árið var áhersla á vöruhönnun, ár tvö tónlist og árið 2025 verður áherslan á mat.

Meginmarkmið HönnunarÞings eru

  • annars vegar að auðga og vekja athygli á menningarlífi og skapandi störfum í landshlutanum
  • hinsvegar að hvetja til og stuðla að samstarfi fólks og fyrirtækja á sviði hönnunar og nýsköpunar

Með viðburðinum er meðal annars leitast við að opna augu fólks fyrir möguleikum þess að vinna að nýsköpun, hönnun og öðrum skapandi greinum um allt land. Markmið sem falla einkar vel að Sóknaráætlun landshlutans.

Á dagskránni verða erindi, uppákomur, matur, nýjungar, gleði og margt fleira. 
Dagskráin og þátttakendur verða kynntir síðar. Öll eru velkomin að njóta stakra viðburða eða allra, svo takið dagana frá fyrir spennandi upplifun. 

Velkomið er að senda hugmyndir að dagskrárliðum á stefan(hjá)hradid.is

Árið 2024 og var áhersla ársins á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata tónlistar, hönnunar og nýsköpunar. Dagskráin var opin öllum og unnið markvisst að því að kynna skapandi störf fyrir ungum sem öldnum. Á dagskránni voru meðal annars erindi frá prófessor við Listaháskóla Íslands, bátahönnuður, hugarheimur Skálmaldar, ný hljóðtækni, stjórnarmanneskja frá Bang & Olfusen, tölvuleikjahönnun CCP, hljóðsköpunarverkstæði fyrir börn, kynning fyrir framhaldsskólanema á námi LHÍ í vöruhönnun og starfsmöguleikum, sem og fjölbreyttar tónlistaruppákomur. Nánari upplýsingar má finna hér.


HönnunarÞing / Design Thing