Myndlistarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir fyrir haustúthlutun árið 2025. Umsóknarfrestur er til kl. 16 mánudaginn 18. ágúst.
Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita styrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og rannsókna á myndlist. Til úthlutunar eru 26 milljónir og tilkynnt verður um niðurstöðu í lok september.
Styrkir eru veittir til:
- myndlistarfólks
- sýningarstjóra
- listfræðinga og
- sjálfstætt starfandi fagfólks á sviði myndlistar
Myndlistarsjóður veitir þrjár tegundir styrkja:
- Undirbúningsstyrki
- Sýningastyrki
- Útgáfu-, rannsóknar- og aðra styrki
Eftirfarandi verkefni hafa forgang samkvæmt úthlutunarstefnu:
- verkefni sem efla alþjóðlegt samstarf og kynningu á íslenskri myndlist erlendis
- fjölbreytt verkefni á sviði myndlistar, m.a. með tilliti til sjálfbærni og menningarlegrar fjölbreytni
- verkefni sem unnin eru í tengslum við myndlistarhátíðir og vinnustofur hérlendis og erlendis
- verkefni sem byggja á samstarfi um rannsóknir og útgáfu rita og bóka um myndlist
- verkefni sem styðja við framkvæmd myndlistarstefnu og þær aðgerðir sem falla undir starfssvið myndlistarráðs
Í þeim tilvikum sem sótt er um styrk vegna sýningaraða eða samsýninga eru skipuleggjendur hvattir til þess að senda inn eina umsókn fyrir verkefninu í heild, í stað umsókna frá einstökum sýnendum. Ef þátttakendur velja að senda inn umsóknir fyrir sínu framlagi, þá er mælst til þess að ekki sé send inn umsókn vegna verkefnisins í heild. Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, er nauðsynlegt að skila inn greinargerð vegna þess verkefnis til þess að ný umsókn verði tekin til umfjöllunar.
Ráðgjöf:
Fyrir haustúthlutun myndlistarsjóðs 2025 býður Myndlistarmiðstöð upp á ráðgjöf fyrir umsækjendur með nokkrum leiðum.
- Haldnar verða fjórar fjarvinnustofur, bæði fyrir nýliða og reyndari umsækjendur. Vinnustofurnar fara fram á netinu, Google Meet. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér. Hámarksfjöldi 20 manns og lengd er 50 mín:
- miðvikudaginn 18. júní kl. 10:00-11:00
- miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13:00-14:00
- miðvikudaginn 13. ágúst kl. 10:00-11:00 (á ensku)
- miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13:00-14:00
- Auk þess sem hægt er að hafa samband símleiðis, mánudaga til fimmtudaga milli kl 10 - 16 og með tölvupósti info@myndlistarsjodur.is
- Jafnframt veitir starfsfólk SSNE aðstoð við þróun verkefna, áætlanagerð og umsóknarskrif, vinsamlegast pantið tíma ssne@ssne.is
Styrkupphæðir og styrkhæfur kostnaður
- Lágmarksupphæð styrkja er 300.000 kr. og hámarksupphæð er 3.000.000 kr.
- Myndlistarsjóður styrkir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna.
- Vinsamlega athugið að myndlistarsjóður styrkir vinnu sérfræðinga, laun tæknimanna, efniskostnað, tækjakostnað, vef- og fjölmiðlakynningu, skráningu og ljósmyndatöku, hönnun og umbrot, prentkostnað og annað sem tengist verkefninu. Sjóðurinn styrkir ekki ferðalög, þóknun til listamanna, rekstur vinnustofu eða veitingar í tengslum við viðburði.
Umsóknareyðublað
- Umsóknareyðublað má nálgast hér
- Vistaðar eða innsendar umsóknir eru aðgengilegar hér
- Sýniseintak af umsóknarforminu má skoða hér
Gagnlegir hlekkir
- Vefur myndlistarsjóðs: www.myndlistarsjodur.is
- Reglur myndlistarsjóðs: https://island.is/reglugerdir/nr/0552-2014
- Úthlutunarstefna myndlistarsjóðs 2022-2025
- Myndlistarlög: https://www.althingi.is/lagas/152c/2012064.html