Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Vöxtur er ætlaður til að styrkja verkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Fyrirtækjastyrkur Sprettur er öndvegisstyrkur. Styrkurinn er ætlaður til að styrkja verkefni hjá fyrirtæki með afurð/ir sem eru á eða nálægt markaði og að fyrirtækið hafi mikla möguleika á hröðum vexti á markaði innan næstu fimm ára.
Víkurskarð. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Sproti

Tækniþróunarsjóður býður upp á fimm flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ, Sprota, Vöxt, Sprett og Markaðsstyrki. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Auglýst eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Ljósmynd: Golli af vef Stjórnarráðsins

Opið er fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð B.8 Fjarvinnslustöðvar.
Ljósmynd: Akureyrarbær

Æskulýðssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Veffundur um heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög

Árið 2021 skipulagði Norræna byggðastofnunin Nordregio veffundaröð um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum og heldur nú áfram á þeirri braut með þremur veffundum í febrúar og mars næstkomandi. 

Opið fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð

Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.
Laugar. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Landbótasjóður Landgræðslunnar auglýsir eftir umsóknum um styrki

Árlega úthlutar Landbótarsjóður Landgræðslunnar styrkjum til að styðja félagasamtök, bændur, sveitarfélög og aðra umráðahafa lands við verndun og endurheimt gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og er fólk eindregið hvatt til þátttöku.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Vilt þú skapa þér starf og fara í eigin rekstur?

Umsóknarfrestur í Frumkvæði fyrir árið 2022 er til og með 31. janúar n.k. en það er úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur.
Getum við bætt síðuna?